Öflugt starf er unnið við Háskólann á Hólum í Hjaltadal en í sumar sækir töluverður fjöldi fólks sumarnám við háskólann sem er í boði sökum COVID19 vírussins sem herjað hefur á heimsbyggðina.
Áfanginn Matur og menning er meðal áfanga sem eru kenndir og er hluti áfangans að halda matartengdan viðburð. Niðurstaða nemanda í hópnum var að útbúa ódýran og góðan skyndibita úr íslensku hráefni og auglýsa réttinn með uppákomu.
Úr varð réttur þar sem aðal hráefnið eru bollur úr folaldakjöti ásamt byggi, karöflumús og öðru meðlæti og hefur þess nýi og holli skyndibiti fengið nafnið Follubollur.
Gestum og gangandi gefst hið einstaka tækifæri að smakka þennan nýja og spennandi skyndibita er hann verður kynntur á Litlu kjötbolluhátíðinni 7. júlí á Hólum í Hjaltadal en nánari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Litlu kjötbolluhátíðarinnar.