Litla skrímslið og Stóra skrímslið mæta á Jólatorgið um helgina! 

Jólatorgið, sem er staðsett á Ráðhústorgi, verður opið laugardag og sunnudag frá klukkan 13-17. Skemmtileg dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna auk þess sem ýmis jólavarningur verður til sölu í skreyttum jólahúsum. 

Litla skrímslið og Stóra skrímslið mæta í jólaskapi klukkan 14. Jólasveinar heimsækja torgið klukkan 14:30 og tónlistarmaðurinn Rúnar Eff spilar jólalög fyrir gesti frá klukkan 15. Öll velkomin á Jólatorgið í miðbæ Akureyrar!

Á vefnum www.jolatorg.is eru nánari upplýsingar um dagskrá Jólatorgsins. 

Mynd/akureyri.is