Platan Litlar lygar var tekin upp á haustmánuðum 2024. Innihaldið er fjölbreytt, smá samfélagsádeila smá sannleikur og litlar lygar. Styrkur hlaust frá Tónskáldasjóðum RÚV og STEFs fyrir tónsmíðum.

Á plötunni má meðal annars finna lagið “Siglufjörður” sem komið er í spilun á FM Trölla en er nokkuð frábrugðið samnefndu lagi sem samið var fyrir löngu síðan og heyrist líka öðru hverju á FM Trölla.

Flytjendur auk Dan Van Dango:
Flóki Árnason – Trommur, Hljóðblöndun, Mastering og Útsetningar
Áróra Eyberg Valdimarsdóttir – Bakraddir
Kristmundur Guðmundsson – Söngur í Komdu heim og Siglufjörður
Gísli Árnason – Bassi í Svikari

Platan á Spotify


Aðsent