Ljóðahátíðin Haustglæður, sem Ungmennafélagið Glói og Ljóðasetur Íslands á Siglufirði standa að í sameiningu, er nú haldin átjánda árið í röð.
Fimm viðburðir hafa nú þegar verið haldnir:
Kynning á starfsemi Ljóðasetursins og ljóðalestur á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík.
Ljóðalestur og fræðsla um íslenska ljóðlist fyrir tvo hópa nemenda úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og gesti þeirra frá Lettlandi.
Ljóðalestur með myndastuðningi fyrir nemendur í 1. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.
Ljóðalestur fyrir safnafólk á Norðurlandi í haustfagnaði á Siglufirði.
Forstöðumaður Ljóðasetursins kynnti svo starfsemi setursins og tók þátt í ljóðaflutningi á Litlu ljóðahátíðinni í Davíðshúsi á Akureyri.
Framundan eru svo fleiri heimsóknir í Grunnskóla Fjallabyggðar og nemendur skólans munu einnig sækja setrið heim og fá fræðslu og skemmtun.
Einnig eru fyrirhugaðar heimsóknir á dvalarheimili með tónlist og ljóðaflutning sem tengist jólunum og fleiri viðburðir.
Fjallabyggð veitir styrk til hátíðarinnar.




Mynd og heimild/Ungmennafélagið Glói