Útgáfuhóf og kynning á Ljóðasetrinu föstudaginn 2. júlí kl. 16.00.
Siglfirðingurinn Albert Einarsson hefur sent frá sér ljóðabók um uppvaxtarárin á Siglufirði.
“Siglufjörður og samfélagið innan fallegra fjalla bjó mér gott veganesti þegar ég hélt af stað út í hinn stóra heim”, segir höfundur. “Bókin – Abbi – er á vissan hátt svolítill þakklætisvottur fyrir veganestið sem ég fékk forðum.”
Bókin er prýdd fjölda gamalla mynda frá Siglufirði.
Höfundur mun kynna bókina og lesa úr henni á Ljóðasetrinu á föstudaginn, forstöðumaður mun leika nokkur lög við ljóð Siglfirðinga og boðið verður upp á léttar veitingar.
Bókin kostar 2.000 kr. og er til sölu hjá Ljóðasetri Íslands á Siglufirði og rennur kaupverðið óskipt til starfsemi setursins. Bókina er hægt að panta með því senda skilaboð á facebooksíðu Ljóðasafnsins.