Eins og greint var frá fyrir skemmstu hefst átaksverkefnið “Hjólað í vinnuna” í dag, 6. maí.

Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna” er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta/hjólabretti o.s.frv. Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og frá stoppistöð.

Keppnisgreinarnar eru 2:

  1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega m.v. heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum.
  2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra m.v. fjölda liðsmanna í liðinu.Skráning og nánari upplýsingar á https://www.hjoladivinnuna.is