Mikil ánægja var hjá forsvarsmanni Ljóðaseturs Íslands í gær og birti hann í framhaldinu eftirfarandi færslu á facebook síð setursins.

“Í dag fengum við tölvupóst frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra sem innihélt þessi frábæru skilaboð: Okkur er það sönn ánægja að tilkynna þér að ákveðið var að veita verkefninu Rekstur Ljóðaseturs Íslands styrkvilyrði að upphæð kr. 1.200.000.

Uppbyggingarsjóðurinn hefur verið allra helsti bakhjarl Ljóðasetursins síðustu ár og hefur hækkað styrkvilyrði sitt um 200.000 kr. frá fyrri árum. Við þökkum fyrir af auðmýkt og munum gera okkar allra besta á nýju ári”.

Trölli.is óskar Ljóðasetrinu til hamingju með þennan veglega styrk.