Líkt og síðustu ár hlýtur Ljóðasetrið rekstrarstyrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Fjallabyggð.
Á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs NA þann 3. febrúar kom fram að Ljóðasetrið er með styrkvilyrði upp á 1.000.000 kr. fyrir árið 2022, sem er sama upphæð og árinu áður, og á dögunum var tilkynnt að Fjallabyggð veitir Ljóðasetrinu rekstrarstyrk upp á um 370.000 kr.
Þakkar Ljóðasetur Íslands kærlega fyrir þessa styrki sem gera því kleift að halda starfi sínu áfram.
Forsvarsmenn Ljóðasetursins eru fullir tilhlökkunar til næstu mánaða sem vonandi verða veirufríir og án samkomutakmarkana.
Margt er í pípunum hjá þeim á árinu og er ætlunin að gera grein fyrir helstu áherslum á næstu dögum.