Fyrir þá sem ekki vita þá er hinn svokallaði 1-1-2 dagur ár hvert, þann 11. febrúar, eða 11.2. sem í ár ber upp á föstudag.

Í tilefni dagsins verða tónleikar í Siglufjarðarkirkju til að styrkja björgunarsveitina Stráka á Siglufirði.

Í ár eru tónleikarnir til styrktar kaupum á fullkomnum leitar og björgunardróna.

Á facebooksíðu Stráka segir:

“Það styttist í tónlistarveisluna í Siglufjarðarkirkju. Tónlistarfólkið æfir nú á fullu og annar undirbúningur kominn á skrið.

Við hjá Strákum erum þeim sem standa að þessum árlegu tónleikum ævinlega þakklát og eins ykkur öllum sem hafið sýnt stuðning í verki með því að kaupa miða.”