Það var heldur ófögur sjón sem blasti við þegar fréttamaður Trölla átti leið um gatnamót Fossvegar og Hvanneyrarbrautar á Siglufirði um daginn.

Spólför við Fossveg

 

Einhver illa villtur ökumaður hefur líklega misst sjónar á GPS tækinu sínu, eða eitthvað álíka gáfulegt komið fyrir, þegar hann ók langt út á grasflötina sem þarna er.

Grasið hér fyrir norðan má illa við því að ekið sé á því, eftir allar rigningarnar sem hér hafa verið í sumar.

Spólför, séð til austurs

 

Ég læt lesendum Trölla.is eftir að tjá sig frekar um þetta í kommentakerfinu.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason