Lögreglan á Norðurlandi vestra biðlar til fólks að sýna skynsemi og nærgætni í tilefni af „landgöngu“ rostungs í smábátahöfninni á Sauðárkróki.
Bryggjan hefur verið girt af og mælst er til þess þær lokanir séu eindregið virtar og að friðhelgi dýrsins sé virt. Er almennt mælst til þess að enginn fari nær dýrinu en 100 metra, enda um villt dýr að ræða sem ekki er vant samgangi við mannfólk.
Lögreglan og hafnaryfirvöld á Sauðárkróki munu fylgjast með gangi mála, eftir því sem unnt er, og tryggja velferð dýrsins og öryggi fólks.
Mynd/samansett – mynd af rostung tók Andri Hrannar Einarsson