Þau eru fjölbreytt verkefni lögreglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyri fékk hringingu í gærmorgun frá vegfaranda sem tilkynnti um selkóp sem virtist fastur í fjörunni við Drottningarbraut á Akureyri.
Fóru þeir á staðinn og sáu að selkópurinn virtist skorðaður á milli tveggja steina og ekki geta losað sig. Var honum bjargað og sleppt aftur í pollinn. Ekkert virtist ama að honum er þeir fylgdust með honum um tíma og synti hann sperrtur út á pollinn.
Vona þeir að hann þurfi ekki á frekari lögregluaðstoð að halda og hann nái að spjara sig.

Þau er fjölbreytt verkefni lögreglunnar

Selkópur í vanda
Upplýsingar og skjáskot af facebooksíðu: Lögreglunnar á Norðurlandi eystra