Síðustu daga hafa komið þrjú mál á borð lögreglu á Norðurlandi eystra sem varða viðskipti aðila með falsaða 10 þúsund króna seðla.
Seðlarnir eru frekar illa falsaðir en samt sem áður geta svona seðlar farið fram hjá afgreiðslufólki og menn náð að svíkja út vörur og þjónustu.
Lögreglan vill beina því til allra að vera á varðbergi gagnvart þessum óprúttnu aðilum.
Ef grunur kemur upp um að seðill sé falsaður, hafið þá samband við lögreglu í síma 444 2800 eða í gegn um 112.