Þegar liðið er á annan dag skólastarfs í upphafi haustannar í MTR eru nemendur og kennarar sammála um að allt hafi farið vel af stað þrátt fyrir ýmsar takmarkanir.

Allir þurfa að venja sig við:

  • eins metra fjarlægðarregluna,
  • að gangarnir eru aðeins ferðarými milli kennslustofa,
  • að sprittþvo verður borðið sitt fyrir og eftir notkun og fleira af því tagi.

Eins og venjulega þurfa sumir nemendur að breyta skráningu sinni og sníða smávægilega vankanta af skipulaginu. Sumir nýnemar hafa lýst sérstakri ánægju með vinnutímana þar sem nemendur velja sjálfir hvaða námsgreinum þeir einbeita sér að.

Forsíðumynd: Nýnemar mynd HF
Af vefsíðu Menntaskólans á Tröllaskaga mtr.is