Míla hefur nú tengt ljósleiðara við um 30 staðföng á Laugarbakka. Íbúar á Laugarbakka geta því nú pantað sér nettengingu um ljósleiðara Mílu frá sínu fjarskiptafélagi.
Hægt er að sjá lista yfir fjarskiptafélög sem selja netþjónustu um ljósleiðara Mílu á https://www.mila.is/get-eg-tengst. Þar er jafnframt hægt að óska eftir tengingu við það fjarskiptafélag sem óskað er eftir að vera í viðskiptum við.
Ljósleiðari Mílu er tenging til framtíðar sem veitir heimilum og atvinnurekstri mikilvægar grunnstoðir sem styrkir samfélagið til muna og gerir það að ákjósanlegri búsetukosti. Með tengingunum á Laugarbakka færumst við nær því marki að ljúka ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins í heild en enn eru eftir nokkrar tengingar á Hvammstanga. Míla mun ljúka við þær tengingar á árinu 2026.
Verkefnið er styrkt með framlagi frá Fjarskiptasjóði í gegnum verkefni um lok ljósleiðaravæðingu í þéttbýli á landsbyggðinni.
Mynd/Húnaþing vestra