Fengum nýlega fyrirspurn frá lesenda varðandi lyktarmengun í Ólafsfirði.
Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör.

Spurt var:
Ég var í Ólafsfirði í gær, og fann enn einu sinni þessa ólýsanlega vondu lykt sem er þar MJÖG OFT. Ég bara skil ekki með nokkru móti hvers vegna í ósköpunum er þetta látið viðgangast ?
Er þetta virkilega leyfilegt ?

Svar frá Fjallabyggð:
Þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt. Það var hér áður mjög mikið kvartað vegna lyktarmengunar en eftir að hreinsunarbúnaður var settur upp (2014 minnir mig) þá hefur að ég held aðeins tvisvar verið kvartað og í bæði skipti hefur verið um smávægilega bilun að ræða á hreinsunarbúnaðinum. Ég vona að þetta sé aðeins tilfallandi en mun beina þessu til heilbrigðiseftirlitsins sem hefur eftirlit með þessu.

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:

TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Mynd: af netinu