Sveinn Snævar Þorsteinsson tók þessar myndir á þremur fyrstu dögum ársins á Siglufirði.

Þar sést að jörð er marauð í bænum og engin snjór að ráði til fjalla. Ártalið sem oftast er í snjó, er í ár með sinuna í bakgrunn.

Það er ekki mikil snjókoma í kortunum eins og sést á veðurspá Veðurstofunnar fyrir vikuna framundan.

Í dag er norðlæg átt 3-10 m/s, en norðvestan 10-15 við austurströndina. Él norðaustantil, annars víða léttskýjað. Heldur vaxandi austanátt vestanlands í kvöld. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Austlæg átt 5-15 á morgun, hvassast syðst. Él á austanverðu landinu, en yfirleitt bjartviðri vestantil. Bætir í vind annað kvöld, áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 06.01.2026 09:38. Gildir til: 08.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-20 suðaustanlands. Bjart með köflum suðvestan- og vestanlands, annars skýjað og víða él. Frost 0 til 8 stig.

Á föstudag:
Norðaustan 8-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Él norðan- og austantil, annars þurrt. Hægari með kvöldinu, hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg átt og kalt í veðri. Stöku él norðanlands, en léttskýjað á sunnanverðu landinu.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og víða þurrt, en líkur á éljum við norður- og austurströndina.

Myndir: Sveinn Snævar Sveinsson