Garri hélt keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins þriðjudaginn 28. október á La Primavera í Hörpu. Þessar keppnir hafa fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af sögu og þróun íslenskrar matreiðslu. Keppendur sýndu einstakan sköpunarkraft og náðu að fanga þema ársins sem var karnival á skemmtilegan hátt.
Á vefnum veitingageirinn.is kemur fram að keppnin var haldin þegar fyrsti snjór vetrarins skall á í Reykjavík með tilheyrandi samgönguerfiðleikum. Þrátt fyrir það mættu keppendur glaðir, ákveðnir og tilbúnir að sýna sitt besta, sem þeir gerðu svo sannarlega.
Dómarar voru sammála um að keppnin heldur áfram að vaxa og hafi verið einstaklega glæsileg í ár, þar sem lítið bar á milli í toppsætunum fimm.
Það vakti einnig gleði að sjá hversu margir nemendur tóku þátt, en þeir voru yfir helmingur keppenda í ár, fullir af metnaði, nýjum hugmyndum og eldmóði. Þar á meðal var Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir frá Siglufirði, sem hreppti annað sætið í Eftirréttur ársins og fékk nemaverðlaun Garra.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins árið 2025
1.sæti Andrés Björgvinsson
2.sæti Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir sem jafnframt fékk nemaverðlaun Garra
3.sæti Gunnar Georg Gray
Sigurvegari í Konfektmoli ársins 2025
1.sæti Vigdís Mi Diem Vo
2.sæti Bianca Tiantian Zhang
3.sæti Filip Jan Jozefik
Nemaverðlaun Garra í í Konfektmola ársins 2025 fékk Ísabella Karlsdóttir.
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmola ársins hlutu í verðlaun námskeið hjá Cacao Barry í New York og í nemaverðlaun er vegleg útttekt hjá Garra.




Myndir: garri.is



