Í hádeginu í dag fengu Landhelgisgæslan og Lögreglan á Akureyri tilkynningu vegna skips sem hafði komið að bryggju við Útgerðarfélag Akureyrar (ÚA). Skipið hafði fengið hlut í veiðarfærin sem talið er vera gömul djúpsprengja.

Lögreglan og sérsveit RLS hefur lokað hafnarsvæðinu kringum ÚA og þá var starfsemi í fiskvinnsluhúsnæðinu sem er við bryggjuna hætt. Ekki er talin hætta utan lokunarsvæðisins.

Von er á sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar til Akureyrar sem munu meta stöðuna frekar. Í framahaldi verður tekin ákvörðun um hvernig best er að eyða sprengjunni, en líklegast er að hún verði dregin á haf út og eytt þar.