Með sparsemi og útsjónarsemi þjónar MTR fleiri nemendum en greitt er fyrir samkvæmt þeirri mælingu menntamálaráðuneytis sem byggist á svokölluðum nemendaígildum. Fjárveiting til skólans er miðuð við 125 nemendaígildi. Það er að segja hún á að duga til að kenna og þjóna á lögbundinn hátt 125 nemendum í fullu námi. Skólinn er hins vegar að framleiða um 140 nemendaígildi, eins og það heitir á máli ráðuneytisins.

Skráðir nemendur í upphafi haustannar eru 342. Um það bil 257 eru í fjarnámi en skráðir staðnemar eru um 85. Þetta er fækkun um þrjá tugi frá því á sama tíma í fyrra. Staðnemum fækkar um fimmtán eða svo og er skýrist það af því að fjölmennur hópur fisktækninema brautskráðist í vor. Varðandi fjarnema hefur verið lögð áhersla á að taka inn nemendur sem eru í fleiri áföngum. Það þýðir að rými verður fyrir færri en áður. Hætt var að taka inn fjarnema um síðustu helgi því þá voru fullir allir áfangar þar sem fjarnám er í boði.

Starfsmenn eru 26 jafnmargir og í fyrra. Þar af er um þriðjungur í hlutastarfi.

 

Mynd: Gísli Kristinsson
Frétt: MTR