Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.
Alls segja 55% það mikilvægt, 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 8.-13. nóvember síðastliðinn og voru svarendur 1524 talsins.



Afstaða stjórnmálaflokkanna

Evrópuhreyfingin lagði þrjár spurningar um Evrópumál fyrir alla stjórnmálaflokkana sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. Spurt var um afstöðu flokkanna til hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka skuli upp aðildarviðræður við Evrópusambandið að nýju og um almenn viðhorf þeirra til Evrópusambandsins og hagsmuna Íslands í því samhengi. Allir flokkarnir hafa nú gert grein fyrir afstöðu sinni.

Hægt er að sjá svör flokkanna í heild sinni á vefnum evropa.is


Spurning 1
Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?


Spurning 2
Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarvviðræðna Íslands og ESB?


Spurning 3
Telur flokkurinn að aðild að ESB og upptaka Evru yrði í stórum dráttum til hagsbóta fyrir Ísland?

Heimild og myndir: https://evropa.is/