Á síðasta ári varð verslun Har­ald­ar Júlí­us­son­ar á Sauðárkróki 100 ára. Í dag rekur Bjarni Haraldsson verslunina og varð hann níræður þann 14. mars síðastliðinn.

Verslun Haraldar Júlíussonar er með allra elstu krambúðum á Íslandi, hefur hún starfað óslitið frá 1919 og er að mestu óbreytt frá 1930. Árið 1973 tók Bjarni við rekstrinum þegar Haraldur faðir hans féll frá.

Nú er Bjarni að leita eftir traustum starfsmanni á besta aldri til að starfa með honum í versluninni.