Afrísk svínapest er bráðsmitandi drepsótt í svínum sem hefur dreifst með villtum svínum um Asíu, Afríku og Evrópu. Ekki er til nein meðhöndlun við sjúkdómnum og ekki er hægt að verjast honum með bólusetningum. Veiran sem veldur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svínum þjáningum og dauða. Tjón fyrir landbúnað er gífurlegt þar sem sjúkdómurinn kemur upp.

Veiran sem veldur afrískri svínapest getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum, farartækjum, búnaði, fatnaði o.fl. Þeir sem geta borið veiruna á milli landa eru m.a. ferðamenn. Hjálpaðu okkur að hindra að afrísk svínapest berist til landsins með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Tilmæli til ferðamanna eru:

  • Ekki hafa meðferðis matvörur sem innihalda svínakjöt, eins og skinku og pylsur
  • Ef þú ert með þessar matvörur, verður þú að framvísa þeim í tollinum (eins og gildir um allar dýraafurðir)
  • Ef þú ferð í göngu, lautarferð eða jafnvel á veiðar, forðastu alla snertingu við svín og ekki láta nein dýr komast í matarafgangana þína
  • Og gleymdu ekki að þvo skóna þína vel áður en þú ferð heim

Ítarefni

Skoða á mast.is