Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði var að hefja sitt tíunda starfsár og óhætt er að segja að skólinn setji mikinn svip á mannlífið á Tröllaskaga.

Nemendur eru hátt í fjögur hundruð og þar á meðal eru staðnemar um eitt hundrað.

Siglfirðingurinn og fréttamaðurinn á N4 Karl Eskil Pálsson var á ferðinni í Ólafsfirði á dögunum og tók þetta skemmtilega viðtal við Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR.