Allra heilagra messa verður haldin í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 2. nóvember klukkan 20:00.
Við athöfnina verður minnst látinna ástvina. Hugleiðingu flytur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Að lokinni athöfn verður gengið í kirkjugarðinn þar sem tendruð verða ljós í minningu þeirra sem fallnir eru frá.
Prestur er Stefanía Steinsdóttir, organisti Ave Kara Sillaots og kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju tekur þátt í athöfninni.
