Mikið er um PCR sýnatökur þessa dagana hjá starfsstöðvum HSN á Norðurlandi.

Þriðjudaginn 8. febrúar var óvenju mikill erill í sýnatökum á Akureyri, en hátt í 900 PCR sýni voru tekin á rúmum tveimur klukkustundum og var starfsfólk í öðrum störfum tilbúið að stökkva af stað til aðstoðar. Björgunarsveitin Súlur lagði einnig lið og Lögreglan á Akureyri.

HSN þakkar fyrir biðlund þeirra sem nýttu sér þjónustuna. Samvinna er lykilatriði í því að allt gangi upp.

Enn er mikið að gera og voru um 650 sýni tekin í gær.

Mynd/HSN