Eins og vegfarendur á Ólafsfirði urðu varir við var miðlínu á Aðalgötu breytt vegna breytinga á svæðinu.

Eftir að ný lína var máluð kom í ljós að verkið hafi verið illa unnið af undirverktaka.

Strax og ábendingar bárust um þetta var haft samband við verktakann sem brást skjótt við og hefur miðlínan verið löguð og sú eldri afmáð.