Mikið eldingaveður er í tengslum við kuldaskilin úr vestri. Spurning var um það hvort það verði yfirstaðið þegar skilin koma að landi.
Á ratsjármyndinni eru skilin greinilega línan í vestri með skýru rauðu endurkasti.
Eldingaveður fylgir af og til kuldaskilum öflugra vetrarlægða.
Sjáum hvað setur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/475994876_2376881592671676_4210227498941486342_n-1024x684.jpg)
Myndir/Veðurstofa Íslands