Mikið eldingaveður er í tengslum við kuldaskilin úr vestri. Spurning var um það hvort það verði yfirstaðið þegar skilin koma að landi.

Á ratsjármyndinni eru skilin greinilega línan í vestri með skýru rauðu endurkasti.

Eldingaveður fylgir af og til kuldaskilum öflugra vetrarlægða.

Sjáum hvað setur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Myndir/Veðurstofa Íslands