Mikil umferð var um löggæslusvæði lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna páska.

Skiptu bifreiðarnar þúsundum suma dagana, Heilt yfir gekk umferðin vel og nánast óhappalaus. 2 minniháttar umferðaróhöpp urðu en meiðslalaus.

Hins vegar verður ekki hið sama sagt um umferðarhraðann en hann var allt of hár. Hátt á fjórða hundrað ökumenn voru kærðir vegna umferðarlagabrota og aðallega vegna hraðaksturs. Er þetta mikil aukning milli ára þegar að 250 ökumenn voru kærðir 2018.

Þessi málaflokkur er ofarlega í huga embættis lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og verður áfram unnið ötullega í því að ná umferðarhraða niður og með því fækka umferðarslysum sem að leiða má líkum að tengist honum.

 

Sekt vegna hraðaksturs

 

Mynd: Lögreglan
Skjáskot: aðsent