Nú á dögunum fór fram fyrsta meistaramót Pílufélags Fjallabyggðar í cricket og tóku tíu keppendur þátt. Keppnin fór fram í húsnæði Ísfells í Ólafsfirði þar sem aðstæður voru til fyrirmyndar.
Leikið var í riðlum og einnig var háður keppnisleikur um forsetabikarinn sem gaf mótinu skemmtilegan keim og spennu fram á síðustu pílukast.
Veitt voru sérstök verðlaun fyrir að ná þremur pílum í rauðan og var það Heiðar Gunnólfsson sem stóð þar uppi sem sigurvegari. Heiðar kastaði 3×20, 3×19 og bull sem samanlagt gaf 167 stig, glæsileg frammistaða sem vakti verðskuldaða athygli á mótinu.
Í forsetabikarnum bar Erlingur Sigurðsson sigur úr býtum. Í öðru sæti varð Kristinn Jóhann Traustason og í þriðja sæti Víðir Björnsson. Í A-riðli tryggði Halldór Ingvar Guðmundsson sér þriðja sætið, Björn Helgi hafnaði í öðru sæti og Ingimundur Loftsson sigraði riðilinn með sannfærandi frammistöðu.
Mótið markar mikilvægt skref í starfi Pílufélags Fjallabyggðar og sýnir að áhugi á pílukasti í Fjallabyggð er í örum vexti. Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á næstu mánuðum og má reikna með áframhaldandi góðri þátttöku.
Keppendur gæddu sér á heitri pizzu frá Höllinni á meðan mótið stóð yfir.





Myndir: facebook / Pílufélag Fjallabyggðar



