Ólafsfirðingar hafa ekki farið varhluta af veðráttunni sem verið hefur í vetur og er mikið fannfergi í bænum.

María Petra Björnsdóttir býr í Bylgjubyggð í Ólafsfirði ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.

Hún birti í gær myndir á facebooksíðu sinni sem sýna þann mikla mun á milli ára á veðráttu og snjóalögum.

Þann 11. mars 2017 var marautt og fallegt veður í Ólafsfirði, en 11. mars 2020 var stórhríð, ófærð og mikið fannfergi.

Myndirnar tala svo sannarlega sínu máli.

Bylgjubyggð í Ólafsfirði 11. mars 2017

Bylgjubyggð í Ólafsfirði 11. mars 2020

Myndir: María Petra Björnsdóttir