• 3 bollar hveiti
  • 2½ bolli sykur
  • 1 msk + 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli kakó
  • 1 + 1/3 bolli canola olía (eða önnur bragðdauf olía)
  • 1 ½ bolli buttermilk (ég set 1 msk af sítrónusafa í bolla, fyllti hann svo af mjólk og læt blönduna standa í 10 mínútur (geri 1 ½ porsjón fyrir þessa uppskrift). Það má þó líka nota súrmjólk í staðinn fyrir buttermilk)
  • 3 stór egg
  • 1 ½ bolli nýuppáhellt sterkt kaffi
  • 1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°. Smyrjið 2 bökunarform og setjið bökunarpappír í botninn á þeim.

Setjið hveiti, sykur, matarsóda, salt og kakó í hrærivélaskál og hrærið saman.  Með hrærivélina stillta á hægan hraða er olíu og buttermilk hrært saman við þurrefnin og þar á eftir eggjunum, einu í einu. Hrærið heitu kaffi í mjórri bunu saman við og að lokum vanilludropum. Hrærið saman þar til blandan er slétt og kekkjalaus. Skiptið deiginu í bökunarformin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjóni stungið í kökurnar kemur með mjúkri mylsnu upp.

Súkkulaðikrem

  • 680 g suðusúkkulaði
  • 1 ½ bolli rjómi

Grófhakkið súkkulaðið og setjið ásamt rjómanum í skál yfir vatnsbaði. Leyfið súkkulaðinu að bráðna og hrærið síðan í blöndunni með píski. Látið kremið kólna áður en það er sett á kökuna (kremið þykkist við það).

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit