Ungmennafélagið Glói hefur undanfarin sumur boðið ungmennum upp á ævintýraviku á Siglufirði.

Nú er fyrri ævintýravikunni lokið og er hægt að sjá myndir frá ævintýrum barnanna á facebook síðu Umf. Glóa.

Á facebooksíðu félagsins segir. “Við brugðum okkur í Skógræktina á síðasta degi Ævintýravikunnar. Vorum svo heppin að þekkja rútubílstjóra sem gat skutlað okkur þangað og aftur heim.

Röltum eftir skemmtilegum stígum, heyrðum fuglana syngja, skoðuðum Leyningsfoss, óðum í ánni, fengum okkur nesti, kíktum í Skarðdalskot og svo fengu allir krap úr golfskálanum áður en haldið var heim á leið.

Þökkum fyrir frábæra viku. Næsta Ævintýravika verður í júlí, endanleg dagsetning ekki komin á hreint, hún verður fyrir árganga 2015 – 2017.

Fyrir þá sem ætla að nota frístundaávísanir til að greiða fyrir Ævintýravikuna sem var að klárast þá ætti það að koma inn á Sportabler í næstu viku”.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá deginum gærdeginum.

Myndir/Umf. Glói