Gríðarlega góð stemmning á Kveldúlfi þegar Ísland mætti Argentínu.

Um 15 – 20 manns voru saman komin hjá Hrólfi á Kveldúlfi til að horfa á leik Íslands og Argentínu og öll skemmtu sér konunglega.

Mikil spenna var í mannskapnum og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn fyrir Ísland. Það mátti heyra saumnál detta þegar Messi stillti boltanum upp á vítapunktinum eftir að dómarinn dæmdi vítaspyrnu á okkur íslendinga og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Hannes þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Messi glæsilega.

Það sem eftir lifði leiks lá mikið á íslenska liðinu en það varðist vel og landaði sínu fyrsta stigi á HM með því að gera 1 – 1 jafntefli. Það var mikil ánægja meðal viðstaddra með úrslitin.

Texti og myndir: Andri Hrannar Einarsson