Ívar Sigurbergsson gaf út þann 9. ágúst glænýtt lag á Spotify og ýmsum netmiðlum. Lagið heitir „Morning light“ og er útvarpsvænt lag í poppstíl. Ívar samdi bæði lag og texta.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Flytjandi:
Ívar Sigurbergsson
Söngur og hljóðfæraleikur (Bakraddir, gítar, hljómborð, trommur, bassi og upptökustjórn)
Um Ívar Sigurbergsson:
Ívar er nokkurs konar multi-instrumentalist eða “self-produced musician” eins og það er kallað á ensku en hann hefur útsett og samið tónlist allt frá unglingsaldri.
Hann hefur starfað við tónlist mestan hluta ævinnar og þar af sem tónmenntakennari síðastliðin 23 ár. Ívar hefur verið í ýmsum hljómsveitum, gert tónlist fyrir stuttmyndir, er höfundur Landafræði tónlistarinnar sem er námsefni á vef fyrir grunnskóla svo eitthvað sé nefnt..
Til nánari glöggvunar þá er á netinu nokkuð af tónlist eftir Ívar sem hægt er að hlusta á á hinum ýmsu tónlistarveitum eins og Spotify og Apple music.
Vefsíða: http://ivar0707.com
Spotify: https://open.spotify.com/artist/3dIgKPSiRQSdVOLwmUFSUu
Youtube: http://www.youtube.com/ivar0707
Twitter: http://twitter.com/ivar0707