Þrír félagar opnuðu samsýningu í Söluturninum við Aðalgötu föstudaginn 9. júlí og hefur hún verið vel sótt.

Það eru þeir Jón Sigurpálsson á Ísafirði, Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði og Örlygur Kristfinnsson Siglufirði.

Um er að ræða röð myndlistarsýninga sem byrjaði í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sumarið 2020, nú hér á Siglufirði 2021 og að ári á Seyðisfirði.

Allir eru þeir félagarnir fyrrverandi safnstjórar, hver á sínu minjasafni, þeir hættu störfum um svipað leyti og vinna nú að myndlist sinni eins og menntun þeirra og reynsla stendur til.

Sýningin verður opin frá 9. til 25. júlí.