Bifhjólasamtökin Sniglarnir munu í dag efna til mótmæla vegna umferðarslyss sem varð á Kjalarnesi þar sem tveir létust þegar bifhjól og húsbíll skullu saman. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjólinu.

Mótmælin munu fara fram kl 13, við skrifstofur Vegagerðarinnar í Borgartúni 5-7.

Í yfirlýsingu frá mótorjólafólki segir um viðburðinn “í ljósi atburðar sem kostaði mannslíf, erum við mótorhjólafólk búin að fá nóg.
Við krefjumst þess að Vegagerðin á Íslandi muni þegar í stað gera úrbætur á þeim vegköflum sem skapað hafa mikla hættu víðsvegar um landið.

Með okkar dýpstu virðingu við aðstandendur, þá eigum við öll fjölskyldu og vini, við viljum ekki verða næst, og stærsta ferðahelgi ársins er framundan.

Mótmælin verða þögul en sterk, sýnum samstöðu í verki”.

Mynd/aðsend