Ástarpungarnir ætla að vera með kvöldvöku í beinu streymi á YouTube rás Straumanda í kvöld sunnudaginn 1. ágúst klukkan 20:00.
Þeir lofa góðri skemmtun og vona að allir muni syngja sem hæst með heima í stofu.
Hljómsveitina skipa þeir Guðmann, Hörður Ingi, Júlíus, Mikael og Rodrigo. Einnig er von á leynigesti í kvöld og Gunnar Smári mixar tónleikana.
Frítt verður inn á viðburðinn.