Myndasöguhátíð Siglufjarðar, sem líklega er nyrsta myndasöguhátíð í heimi, mun fara fram 15 – 17. ágúst

Þar munu íslenskir og erlendir listamenn og höfundar taka höndum saman með samfélaginu á Siglufirði og setja upp einstakan viðburð í kringum menningu myndasögunnar.


Um hátíðina

Myndasöguhátíðin á Siglufirði er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er styrkt af Fjallabyggð og nýtur einnig stuðnings frá nærsamfélaginu því fjöldi bæjarbúa leggur hátíðinni lið. Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu því auk þess að hafa verið miðstöð Síldarævintýrsins þá er hann einnig fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda fyrstu Myndasöguhátíð Íslands.

Dagskrá hátíðarinnar:

Föstudagur 15. ágúst

16:00 • Komdu að teikna sögur! Myndasögugerð fyrir börn með Ursula Murray Husted, í Bókasafninu.
18:00 • Sýningaropnun: Fjarlægðin gerir fjöllin blá,myndasögusýning frá Íslensku Myndasögufélaginu og vinum, í Ráðhússalnum.
18:00 • Sýningaropnun: Bara Vatnsilitr eftir Simone Campisano, í Ráðhússalnum.
18:00 • Sýningaropnun: Sögusýning Siglufjarðarprentsmiðja í umsjón Örlygs Kristfinnssonar, í Ráðhússalnum.
(Allar sýningar verða opnar um hátíðarhelgina, frá kl. 12:00 til 17:00.)
20:30 • Bingó og Teikna með Sindra „Frey“ Sparkle, í Segli 67 Brugghús.

Laugardaginn 16. ágúst

11:00• Fyrirlestur: Kynning á leturgerð og grafískri hönnun fyrir teiknimyndasögur með Simone Campisano, í Ráðhússalnum.

13:00 – 18:00 • Listamannaportið, í íþróttamiðstöð á Siglufirði.

21:00 • Tónleikar með Martian Motors og Guðum Hins Nýja Tíma, í Segli 67 Brugghús.

Sunnudaginn 17. ágúst

12:00 • Fyrirlestur: Að búa til borðspil með Bryan Bornmueller, í Ráðhússalnum.
13:30 • Pallborð: Hvernig má styðja sjálfstæða myndasöguhöfunda og hjálpa senunni að blómstra, í Ráðhússalnum.

Frekari upplýsingar og nákvæma dagskrá má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar comicsfestival.is/is

Ókeypis aðgangur er á alla viðburði hátíðarinnar.

Tenglar
Vefsíða hátíðarinnar: comicsfestival.is​
Facebook: SiglufjordurComicsFestival​
Instagram: siglufjordurcomicsfest