Nú hefur Skíðafélag Ólafsfjarðar sett upp nýjan ratleik.

Hann er hægt að hjóla, ganga, hlaupa og eða jafnvel aka á bíl. Hér að neðan má sjá tvær myndir sem sýnir kort af svæðinu merkt frá 1-10 og myndasíða með myndum frá A-J.

Það á að finna út hvaða mynd er númer hvað á kortinu og stendur ratleikurinn út september.

Þegar þrautin hefur verið leist á að senda niðurstöðuna á facebooksíðu SÓ í skilaboðum og eru þátttakendur hvattir til að senda með myndir, en það er ekki skilyrði.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SÓ.