Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar og Nivea fór fram sunnudaginn 30. ágúst á Ólafsfjarðarvelli, 32 konur mættu til leiks í blíðskaparveðri. Leikin var punktakeppni með forgjöf.


Úrslit:
Í kvennaflokki 0- 28
1.sæti Marsibil Sigurðardóttir GHD 41 punkar
2.sæti Björg Traustadóttir GFB 39 punktar
3.sæti Sigríður Guðmundsdóttir GFB 37 punktar

Í kvennaflokki 28,1 og hærri
1.sæti Anna Þórisdóttir GFB 33 punktar
2.sæti Hólmfríður Jónsdóttir GFB 33 punktar
3.sæti Guðrún Unnsteinsdóttir GFB 32 punktar

Lengsta teighögg á sjöttu braut áttu
Dagný Finnsdóttir GFB og
Gunnhildur Róbertsdóttir GKS

Næst holu á áttundu voru
Jósefína Benediktsdóttir GKS og
Guðrún Unnsteinsdóttir GFB

Allar konur fengu glæsilegar teiggjafir frá Nivea.

Golfklúbbur Fjallabyggðar þakkar Nivea, Kalda og S1 fyrir stuðninginn.
Kvennastarfi GFB fyrir veitingarnar og öllum fyrir komuna.

Myndir: GFB