Í dag laugardaginn 5. október verður bændamarkaður í Pakkhúsinu á Hofsósi milli kl 13:00 – 16.:00.

Það er Matarkistan Skagafjörður sem stendur fyrir markaðinum og í boði verður m.a. mikið af ferskum vörum beint frá býli.

Rakelarhátíðin, árleg fjáröflunarhátíð Minningarsjóðs Rakelar Pálmadóttur, verður í Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 6. október kl 14:00. Nemendur Grunnskólans austan Vatna skemmta gestum og tónlistaratriði verða í flutningi nemenda Tónlistarskólans og Steinars Gunnarssonar.

Ræðumaður þetta árið er Hjörvar Árni Leósson og er aðgangseyrir 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Að venju endar samkoman á glæsilegu kaffihlaðborði.