Síldarminjasafnið hefur staðið fyrir myndasýningum á Skálarhlíð og var nýjasta sýningin, sem haldin var nú á dögunum, sú 435. Á sýningunum má öllu jafna sjá fjölbreyttar ljósmyndir úr ljósmyndasafni Síldarminjasafnsins sem sýna gamla tíma og lífið í bænum á árum áður.
Daníel Pétur Daníelsson, sem nýverið lauk meistaragráðu í ferðamálafræði við Hólaskóla, segir sýningarnar bæði skemmtilegar og afar mikilvægar fyrir starf safnsins.
„Íbúar Skálarhlíðar og gestir hjálpa okkur við að greina myndirnar, bæði fólk, staði, horfin hús og ýmislegt annað sem kemur í ljós á gömlu ljósmyndunum,“
segir Daníel í samtali við trolli.is.
Að hans sögn er þetta samstarf við heimafólk dýrmætt fyrir safnið, og það er gefandi bæði fyrir starfsfólk safnsins og þá sem mæta á sýningarnar, og oft á tíðum rifjast upp sögur og minningar á meðan myndirnar eru skoðaðar.
„Þetta er í senn fræðandi og gefandi, og fólk hefur mikinn áhuga á að leggja sitt af mörkum“
Myndasýningarnar fara fram á miðvikudögum klukkan 10:00 í Skálarhlíð og eru allir velkomnir að mæta, en næsta sýning verður hins vegar ekki haldin fyrr en 26. nóvember.





Daníel Pétur Daníelsson fer yfir gamlar ljósmyndir ásamt íbúum á Skálarhlíð.
Myndir: Vilmundur Ægir Eðvarðsson



