Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi.

Ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari  ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.

Trölli.is bendir lesendum á að gerast áskrifendur af YouTube myndböndum Marínós, hann hefur verið að stefna að því að ná 1000 áskrifendum og er markmiðinu náð. Í dag er hann kominn með 1001 áskrifendur svo nú er að stefna enn hærra.

Að þessu sinni birtir Trölli.is Youtube myndband Marinós Flóvents þar sem hann kennir bakstur á súrdeigs skólabrauði.

Skólabrauð, tvö brauð.

500g brauð hveiti
150g rúgmjöl
150g sigtimjöl
60 g Hveitiklíð
20g salt
500ml vatn
450g Súrdeig
Bakað í 20-30 mínútur

Sjá fleiri myndbönd með Marinó Flóvent: HÉR