Það var einn bjartan sumardag árið 1970 þegar drengur var ný orðinn 15 ára að það var bankað á útihurðina að Grundargötu 10 Siglufirði. Á tröppunum stóð Kristíne Þorsteinsson eiginkona Ólafs Þ. Þorstinssonar læknis á Siglufirði.

Kvaðst hún vera send af Rótarýklúbbi Siglufjarðar til að kynna þá ákvörðun að kenna fötluðum unglingi golf íþróttina á kostnað félagsins en undir leiðsögn frú Gyðu Jónsdóttur (í Sjóvá).

 

.

Afhenti hún drengnum dýrindis golfsett til afnota og varðveislu, en með því skilyrði að hann léti golfklúbbi Siglufjarðar það eftir er hann hætti að nota það, þá fyrir aðra unglinga til prufu.

 

Átti kennslan að vera heima hjá frú Gyðu við Hlíðarveg og notast við svo kallaðar innikúlur, en seinna gæti hann svo farið á klannettuni sinni fram að Hóli og spilað golf þar. Drengurinn þáði þetta kostaboð og tók við þessu rauða golfsetti.

Maður læsir hægri hendi yfir þá vinstri, með því að þumall hægra leggst yfir þumal vinstra, og með litla fingur hægri inn fyrir vísifingur vinstra. Allt afl er svo í vinstri hendi sem hefur axlarlið á móts við kúluna sem slegin er.

 

Gyða Jónsdóttir.

Maður getur hugsað sér flugvél með aflskrúfu fremst á framvæng. Þaðan kemur aflið. Aftur vængur og stélið eru til að stýra atburðarásinni þannig að hún sé alltaf eins aftur og aftur.

Golfklúbburinn var með syðsta húsið að Hóli fyrir aðstöðu og bækistöð. Þangað komu þjálfarar svo sem frá Akureyri og voru að leiðbeina og sótti drengur námskeið svo sem frá Birni.

Á þessum árum var fyrsta hola milli húsanna að Hóli sem nú er tengibygging og spilað í norður. Önnur hola var svo þar nyrst og spilað upp á hól í suðri upp á grín austur við bifreiðastæðin við húsin. Þarna var 7 holu völlur og síðan stækkaður í níu holur og þótti keppnishæft.

Drengurinn fékk svo leyfi hjá Hafliða Guðmundssyni stærðfræðikennara og þáverandi formanni golfklúbbsins á Siglufirði til að keyra á skellinöðru eftir gangstígum fram að Hóli og útjaðri á völlunum og helst utan þar sem það var hægt.

Hafi þeir þakkir fyrir þolinmæðina og það allt saman.

 

Grein og forsíðumynd: Viðar Jóhannsson
Myndir í grein: Steingrímur Kristinsson