Greinarhöfundur lenti á jólaspjalli við Baldvin Einarsson einn af eigendum Saga Fotografica ljósmyndasögusafnsins á Siglufirði og þá nefnir hann að hann hafi nýlega heimsótt eldri herra sem heitir Sigurður B Jóhannesson sem vildi gefa skemmtilega muni á safnið.
Samtímis nefnir Sigurður sem er mikill ljósmyndaáhugamaður að hann hafi heimasíðu sem heitir Photosbj.is og að þar séu um 30 ljósmyndir frá Siglufirði sem eru teknar um 1960.
Undirritaður síldarsögunörd gat náttúrulega ekki still sig og skoðar þessa gömlu heimasíðu og á henni er ljósmynda fjársjóður með myndum frá síldarævintýri á Raufarhöfn 1953 – 1962, Siglufirði um 1960 og í lokin nokkrar frá Vopnafirði sem eru teknar 1965.
Þar fyrir utan er fjöldin allur af flottum myndum sem Sigurður hefur tekið víðsvegar á ferðum sínum um okkar fallega land.
Undirritaður fékk leyfi frá Sigurði að birta þessar Siglufjarðar myndir hér á Trölla og ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þessa heimasíðu áður en hún hverfur af netinu.
Takk Sigurður fyrir að varðveita þessar minningar.
En nú látum við myndirnar tala sínu eigin máli.
Sjá einnig grein um Saga Fotografica hér: SAGA-FOTOGRAFICA GEYMIR MERKA SÖGU
Kær kveðja.
Nonni Björgvins