Nóttin er tími norðurljósa og er algengt að ljósmyndarar fari út í myrkrið að fanga fegurð tindrandi norðurljósa. En það er ýmislegt annað sem hægt er að fanga með ljósmyndavélinni á dimmri vertanótt, tindrandi stjörnur, vetrabrautin, tunglskinið og framandi umhverfið þegar dagsljóssins nýtur ekki við.
Siglfirðingurinn Ingvar Erlingsson hefur verið að taka næturmyndir í vetur og ætlum við að bjóða lesendum Trölla.is að njóta þeirra töfra sem hann hefur fangað úti á dimmum, köldum vetrarnóttum. Myndirnar eru tekna í Ólafsfirði, á Siglufirði og í Fljótum.
Myndir: Ingvar Erlingsson