Nú er komið að okkur að styðja við Björgunarsveitina Stráka

Björgunarsveitin Strákar er ávallt til staðar þegar á þarf að halda. Í fyrrakvöld sótti björgunarsveitin vegfarendur úr þremur bílum sem komust ekki leiðar sinnar um Almenninga á Siglufjarðarvegi. Stórhríð og slæm færð voru á leiðinni og voru bílarnir skildir eftir og fólkið ferjað í bæinn á bílum sveitarinnar.

Þessi frásögn er aðeins ein af ótalmörgum þar sem Strákar koma að því að aðstoða hinn almenna borgara þegar bjátar á.

Nú er komið að okkur að styðja við bakið á Strákum og taka þátt í metnaðarfullum tónleikum sem haldnir verða í kvöld til styrktar björgunarsveitinni.

Á tónleikunum kemur fram fjöldi tónlistarfólks í Fjallabyggð og verða þeir sýndir í streymi og kostar miðinn 2.500 krónur.

Miðasala fer fram á tix.is og rennur allur ágóði til styrktar húsnæðiskaupa Stráka.

Útsendingin hefst kl. 20:00 í kvöld, fimmtudaginn 11. febrúar.

Nú er lag fyrir alla velunnara björgunarsveitarinnar að styrkja Stráka með því að kaupa miða og njóta tónleikanna í staðinn.

Hægt er að styrkja sveitina með frjálsum framlögum eða kaupa aðgang í miðasölu tix.is sem verður áfram opin á: tix.is/is/event/10866/bjorgunarsveitin-strakar-styrktartonleikar

Tengill á tónleikana er hér https://www.youtube.com/watch…

Þeir sem vilja leggja Strákum lið strax geta millifært í netbanka:
Banki: 0348 26 2717
Kt: 5510791209

Mynd/Björgunarsveitin Strákar