Í gær á Þorláksmessukvöld var dregið í jólaleik SR Bygg á Siglufirði.

FM Trölli sendi út beint frá drættinum, í þættinum Tíu Dropum á Þorláksmessukvöld.

Fyrsti vinningur var að vanda mjög veglegur, AEG þvottavél og það var Hallfríður Hallsdóttir sem hreppti hann.

Ægir Bergsson dró alls 42 vinningshafa upp úr pottinum, hafa vinningar aldrei við eins margir og veglegir og í ár.

Magnús Magnússon sendir sms á vinningshafa fyrir hádegi í dag til að tilkynna þeim glaðninginn.

Trölli.is óskar öllum vinningshöfum í jólaleik SR Bygg til hamingju.