Nú er verkefnið Samrómur (lestrarkeppni grunnskóla) hafið aftur.

Grunnskóli Fjallabyggðar er skráður til þátttöku og leitar eftir aðstoð við þetta verkefni. Þetta gæti verið skemmtileg viðbót við heimalestur og sem samstarfsverkefni innan fjölskyldunnar segir á vefsíðu skólans.

Um verkefnið segir:
Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku svo vel sé þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki. Þess vegna þurfum við þína aðstoð, með því að smella á “Taka þátt” þá getur þú lesið upp nokkrar setningar og lagt ,,þína rödd” af mörkum. Við viljum sérstaklega hvetja fólk sem hefur íslensku sem annað mál að taka þátt. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á íslensku (tekið af heimasíðu verkefnisins).

ÝTIÐ HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT!